Athygli félgagsfólks er vakin á því að hús félagsins í Flórída (hús nr. 2566) er sem stendur laust frá 7. desember 2024 til 3. febrúar 2025.
Húsið er á tveimur hæðum með fimm herbergjum, með svefnplássi fyrir 10 manns. Sundlaug er við húsið og leiksvæði í bílskúr. Best er að fljúga til Orlando International Airport en húsið er í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá vellinum.
Nánari upplýsingar er hægt að fá í móttöku Fagfélagnna, í síma 5400100. Þar er líka hægt að ganga frá bókun. Fyrstur kemur – fyrstur fær.