Nú er verið að fara af stað í lokatörn til þess að afstýra verkfalli sem skellur á um miðnætti hafi ekki tekist að semja fyrir þann tíma. Það ber enn nokkuð á milli þó vel hafi miðað.

Það var fundað um sérmál hvers félags og sameiginleg sérmál iðnaðarmanna á föstudaginn og í gær. Þessa stundina er verið að setja inn í eitt skjal það sem sátt er um og orðalag bókana.

Fulltrúar iðnaðarmannafélaganna hittast hjá ríkissáttasemjara kl. 10 þar sem við stillum saman strengi og metum stöðuna. Í framhaldi verður samningafundur með SA þar sem við förum í loka karpið.
Níels S Olgeirsson