Spennandi námskeið í næstu viku

Í næstu viku fara fram þrjú námskeið hjá IÐUNNI fræðslusetri fyrir starfsfólk í matvæla- og veitingagreinum. Þar er um að ræða námskeið í framlínustjórnun á veitingahúsum, sem hvoru tveggja er kennt á ensku og íslensku. Loks er svo á dagskrá námskeið í lögun grænmetisrétta.

Heiti námskeiðsTímasetningKennari
Framlínustjórnun í veitingahúsum20. sept. frá kl. 10:00-12:30Jóhanna Hildur Ágústsdóttir
Frontline managers in restaurants21. sept. frá
kl. 10:00-12:30
Jóhanna Hildur Ágústsdóttir
Grænmetisréttir – eldað úr öllu22. sept. frá
kl. 15:30-19:00
Dóra Svavarsdóttir

Markmið efsta námskeiðisins, sem er svo kennt á ensku 21. september, er að auka færni millistjórnenda og vaktstjóra í veitingahúsum. Fjallað er um verkefni millistjórnenda, ábyrgð stjórnenda, samskipti á vinnustað, um starfsmannamál, um leiðir til að takast á við erfið mál, að stýra hópi jafningja, mannauðsmál, verkefnastjórnun  og um önnur hagnýt atriði sem nýtast í starfi stjórnefnda.

Á ensku: A comprehensive management course for frontline managers. The goal of the course is to increase the proficiency of restaurant managers. The course will cover general management and leadership responsibility, communication, human resource management, handling conflicts, peer management, project management among other constructive subjects.

Á námskeiðinu um grænmetisréttina er markmiðið að auka færni í gerð grænmetisrétta í bland við annan mat með aukna áherslu á nýtingu hráefnis, frumleika og sköpunarkraft. Áhersla er lögð á vöruþekkingu á grænmeti, á meðhöndlun og nýtingu þess í matreiðslu á mismunandi matréttum. Fjallað er um samsetningu réttanna og tækifæri til þess að auka fjölbreytni í matseld. Á námskeiðinu er gert ráð fyrir virkri þátttöku um umræðum um tækifæri til þess að skapa aukin verðmæti úr hráefni. Sýnikennsla og smakk.

Hér má fræðast nánar um námskeiðin.

Athugið að meðfylgjandi mynd er úr safni.