Spennandi námskeið í vikunni

IÐAN fræðslusetur stendur fyrir tveimur spennandi námskeiðum í vikunni sem nú er hafin. Á morgun, þriðjudag, verður kennt svokallað HACCP 1-námskeið á pólsku. Markmið með námskeiðinu er að efla þekkingu starfsfólks á innra eftirliti og hollustuháttum í kjötvinnslum. Fjallað er um HACCP-kerfið, um hegðun og úbreiðslu örvera, um meðhöndlun matvæla, hreinlæti og þrif, um persónulegt hreinlæti og fleira. Fullt er á þetta námskeið.

Á miðvikudag fer fram HACCP 3-námskeið á íslensku. Markmið námskeiðsins er að þjálfa þátttakendur að reka og innleiða HACCP-kerfi í sínum fyrirtækjum. Þátttakendur vinna verkefni úr eigin gæðakerfum með hliðsjón af skoðunarhandbók MAST. Nánar hér.

Á miðvikudag, 28. apríl, fer svo í fyrsta sinn fram námskeið sem kallast Vínsmakk. Þar verða kynntir grunnþættir víngerðar og upplýsingar á vínflöskum. Farið verður yfir grunnþætti í vínsmökkun og pörun víns með mat. Vínið Montes Alpha Cardonnay verður tekið fyrir á námskeiðinu. Þátttakendur skulu mæta með vínið, vínglas, hvítt blað eða hvíta servíettu og bakka til að spýta í. Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Nánar hér.

Þann 4. maí fer fram námskeið sem heitir Fæðuofnæmi og eldun ofnæmisfæðis. Um er að ræða námskeið sem kennt er í fjarnámi. Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á fæðuofnæmi og fæðuóþoli, á einkennum, algengi og afleiðingum fæðuofnæmis og fæðuóþols. Í framhaldi er farið yfir úrræði og leiðbeiningar í fæðismeðferð og matreiðslu. Nánar hér.