Nokkur spennandi námskeið á sviði matvæla- og veitingagreina eru á dagskrá IÐUNNAR fræðsluseturs á komandi dögum og vikum.
Þar eru til að mynda námskeið í framlínustjórnun, bæði á ensku og íslensku. Markmið námskeiðsins er að auka færni millistjórnenda í íslenskum fyrirtækjum. Fjallað er um verkefni millistjórnenda, ábyrgð stjórnenda, samskipti á vinnustað, um starfsmannamál, um leiðir til að takast á við erfið mál, að stýra hópi jafningja, verkefnastjórnun og um önnur hagnýt atriði sem nýtast í starfi stjórnefnda.
Lista yfir námskeiðin má sjá hér að neðan en nánari upplýsingar er að finna á vef IÐUNNAR.