Nokkir nýir gististaðir hafa nú bæst við flóru þeirra hótela og gistiheimila sem taka við ferðaávísun. Félagsmenn MATVÍS geta keypt ferðaávísun sem tryggir gistingu á góðu verði, í samstarfi við íslensk hótel og gistiheimili. Ávísunina er hægt að kaupa á orlofsvefnum.
Ávísunin er niðurgreidd af félaginu og hún tryggir félaginu gistingu á sérkjörum, á hótelum og gistiheimilum um allt land. MATVÍS niðurgreiðir gistinguna um 20% af valinni upphæð að hámarki kr. 15.000 á hverju almanaksári.
Hér má sjá gististaðina sem bæst hafa við hóp þeirra sem taka við ferðaávísun.