Snarhertar aðgerðir taka gildi

Veitingastaðir mega hafa opið til 22:00 með hámark 20 gestum. Taka má á móti gestum til klukkan 21:00. Þetta er á meðal þess sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi í Hörpu nú í dag, vegna útbreiðslu COVID-19. Aðgerðirnar taka gildi á miðnætti.

Tíu manna samkomutakmarkanir taka sömuleiðis gildi en skemmtistöðum, krám og spilakössum verður lokað. Þá verða grunn-, framhalds- og háskólar lokaðir fram yfir páska.

Aðgerðirnar sem kynntar voru í dag gilda í þrjár vikur. Nándarregla verður áfram 2 metrar og reglur um grímuskyldu eru óbreyttar.