Ráðningarsamningar / Dómur Hæstaréttar

Það er mjög algengt að fyrirtæki og starfsmenn geri ekki skriflegan ráðningarsamning eins og skylt er samkvæmt kjarasamningum og og lögum. MATVÍS hefur ítrekað bent aðilum sem leita til skrifstofunnar á skyldu aðila að gera skriflega ráðningarsamninga og að launamenn geti leitað til félagsins með slíka samninga til yfirlestrar.

Það eru margi ráðningarsamninga í gangi sem segja nánast ekki neitt og er til lítils komi til ágreinings milli aðila. Einnig sjáum við marga ráðningarsamninga sem ganga gegn lágmarkskjörum sem MATVÍS semur um. Slíkir ráðningarsamningar eru ekki marktækir komi til málaferla.
Til þess að sanna mikilvægi ráðningarsamninga er hér endurrit úr dómi Hæstaréttar nr. 568/2015.

S réði sig til starfa í bakarí B ehf. í mái 2012 og starfaði þar uns hann lét af störfum í lok júlí 2013. Í málinu krafðist S þess að B ehf. yrði gert að greiða sér mismun á launum sem S hefði annars vegar borið að fá sem menntaður bakari og þeim launum sem hann fékk greidd frá B ehf. og tók mið af því að hann hefði verið ráðinn til til almennra verkamannastarfa. Í dómi Hæstaréttar kom fram að B ehf. yrði að bera hallan af sönnun um efni ráðningarsambandsins þar sem ekki hefði verið gerður skriflegur ráðningarsamningur við S eins og skylt væri samkvæmt gildandi kjarasamningi og tilskipun Evrópusambandsins nr. 991/533/EBE. Þegar litið væri til menntunar S, tilgreiningar á launaseðli hans um starf bakara, svo og að forsvarsmönnum B ehf. hefðu ekki auðnast í skýrslugjöf fyrir dómi að útlista með trúverðugum hætti þann grundvallarmun sem væri á starfssviði bakara annarsvegar og aðstoðarmanna þeirra hinsvegar, hafði B ehf. ekki tekist að sanna að S hefði verið ráðin til almennra verkamannastarfa. Var B ehf. því gert að greiða S umkrafða launakröfu

Katrín Smári Ólfasdóttir undirbjó málið í samstarfi við MATVÍS og viðkomandi félagsmann fyrir Héraðsdóm og Björn L. Bergsson hrl. fár með málið fyrir okkur í Hæstarétt.

NSO