Síðustu forvöð að sækja um orlofshús

MATVÍS minnir á að frestur til að sækja um sumarúthlutun orlofshúsa rennur út á mánudaginn, 27. mars. Úthlutun fer fram 3. apríl..

Sumartímabilið að þessu sinni er frá 2. júní til 1. september. Leiguverð á viku, sumarið 2023, er 28 þúsund krónur.

MATVÍS á tvö sumarhús í Grímsnesi, tvö í Svignaskarði í Borgarfirði og tvær íbúðir í fjölbýlishúsi í Kristjánshaga 2 á Akureyri. Hægt er að sækja um þessar eignir fyrir sumarúthlutun en auk þess á félagið íbúð í Ljósheimum í Reykjavík, sem er hægt er að bóka.