Rýmri reglur um veitingastaði

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í dag nýjar reglur um sóttvarnir. Þær fela meðal annars í sér afnám grímskyldu.

Tilslakanir taka gildi á miðnætti 20. október en til stendur að sóttvarnaraðgerðir verði aflagðar að fullu eftir fjórar vikur.

Það sem snýr að veitingahúsum er að skráningarskyldu á viðburðum og veitingahúsum verður nú aflétt. Þá er veitingamönnum, sem selja áfengar veitingar, heimilt að hafa opið til 01:00 á nóttunni í stað miðnættis. Gestir þurfa nú að vera komnir út fyrir klukkan tvö, eða klukkutíma síðar en gilt hefur undanfarið.