Willum Þór Þórsson kynnti fyrir helgi rýmri samkomutakmarkanir vegna kórónaveirufaraldursins. Nýjar reglur tóku gildi laugardaginn 29. janúar.
Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 50 með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými. Undantekningar á þessu eru gildandi varðandi gesti á sitjandi viðburðum.
Kórónaveirufaraldurinn hefur bitnað afar illa á veitingamönnum. Nýju reglurnar kveða á um að veitingastaðir megi hafa opið til klukkan 23 alla daga vikunnar. Hámarksfjöldi gesta er 50 í rými. Tryggja skal eins meters nálægðarmörk. Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn á miðnætti.
Sömu reglur gilda um skemmtistaði og krár.