Raunfærnimat í matvælagreinum

IÐAN fræðslusetur vekur athygli á því að nú er yfirstandi átak í raunfærnimati. Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því.

Ef þú hefur unnið við neðantaldar iðngreinar og hefur áhuga á að ljúka námi þá gæti raunfærnimat hentað þér.

Inntökuskilyrði í raunfærnimat er að viðkomandi hafi náð 23 ára aldri og hafi þriggja ára starfsreynslu úr viðkomandi grein.

Á vef IÐUNNAR má finna nánari upplýsingar um þetta en auk þess er hægt að senda tölvupóst á radgjof@idan.is.

Þær greinar sem fyrirhugað er að verði metnar í raunfærnimati vorönn 2022:

  • Húsasmíði, múriðn og pípulagnir
  • Bifvélavirkjun, bifreiðasmíði og bílamálun
  • Matreiðsla
  • Vélstjórn
  • Pípulagnir
  • Matartækni/matsveinn

Fleiri greinum verður bætt við á vorönninni og fer það eftir eftirspurn.