Rafrænar ferilbækur teknar í notkun

Á fimmtudaginn (26. ágúst) voru rafrænar ferilbækur formlega teknar í notkun. Á vef IÐUNNAR fræðsluseturs er greint frá þessu en þar segir að dagurinn marki upphafi nýtt upphaf í iðnnámi á Íslandi. Þann dag voru fyrstu námssamningarnir undirritaðir undir hatti nýrra ferilbóka.

Ferilbók er ætlað að efla gæði starfsþjálfunar með því að mynda samskiptavettvang nemanda, vinnustaða, skóla og annarra sem koma að starfsnámi. Ferilbókin tryggir að nemandinn fái rétta þjálfun og öðlist þá hæfni sem þarf að búa yfir við lok starfsnáms.

Á vefnum kemur fram að 2013 hafi IÐAN lokið við vinnu við ferilbækur í 23 iðngreinum. Því sé afar ánægjulegt að verkefnið sé nú formlega orðið gagnvirkt, en á það lagði IÐAN áherslu frá upphafi. Þannig gætu bækurnar nýst vel í vinnnustaðanámi iðnnema.

Fram kemur að innan skamms muni IÐAN bjóða upp á námskeið í notkun rafrænnna ferilbóka.