Á morgun, 15. júní, taka gildi nýjar sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra vegna kórónaveirufaraldursins. Í reglugerðinni felst meðal annars að opnunartími veitingastaða er lengdur um klukkustund. Þeir mega frá 15. júní hafa opið til miðnættis en undanfarið hefur mátt vera opið til klukkan 23. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan eitt eftir miðnætti.
Reglugerðin, sem kveður meðal annars á um 300 manna fjöldatakmarkanir og eins metra nándarreglu, gildir til 29. júní næstkomandi.
Reglugerðin var sett í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.