Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir innanlands vegna faraldurs COVID-19. Hún gildir til 20. október næstkomandi.
Sóttvarnalæknir lagði til að reglugerðin gilti í mánuð en Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taldi rétt að endurskoða reglugerðina að tveimur vikum liðnum.
Reglurnar eru því óbreyttar frá því sem verið hefur.