Nýjar leiðbeiningar vegna matarvagna

Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna hafa í sameiningu unnið og birt leiðbeiningar fyrir færanlega matvælastarfsemi.

Færanleg matvælastarfsemi eru matsöluvagnar, þar sem eldun fer fram og önnur færanleg starfsemi, s.s. möndluristun, sala á sykurflosi (candy floss), íspinnum, kaffi og innpakkaðri matvöru, að því er fram kemur í leiðbeiningunum.

Í leiðbeiningunum eru tekin saman lög og reglur sem gilda um starfsemi sem þessa, upplýsingar um starfsleyfi, hollustuhætti, búnað, vörumóttöku, þrif og viðhald svo fátt eitt sé nefnt. Leiðbeiningarnar má sjá hér.