Nýir af­slættir: Há­degis­tón­leikar, fatnaður og bjór­böð

Nýir og spennandi afslættir hafa verið að bætast við Frímann að undanförnu. Afslættirnir eru standa félagsfólki til boða allt árið um kring eða þann tíma sem varan er í boði.

  • Bjórböðin veita félagsfólki 10% afslátt í SPA.
  • Jökull & Co. veitir 10% afslátt af fatnaði.
  • M design veitir 10% afslátt en hann gildir ekki með öðrum tilboðum.
  • home & you veitir 30% afslátt í verslun og vefverslun með kóðanum „HEIMILI“. Afslátturinn gildir ekki með öðrum tilboðum.
  • Perlur íslenskra sönglaga í Hörpu – Veittur er 35% afsláttur af miðaverði á hádegistónleikarðina Perlur íslenskra sönglaga. Athugið að átta tónleikar eru eftir en síðustu tónleikarnir að sinni verða 24. ágúst.

Á tónleikum fá áheyrendur að kynnast sígildri íslenskri tónlist. Fluttar eru perlur íslenskra sönglaga, þjóðlög, sálma og ættjarðarsöngva. Tónleikar í þessari röð eru komnir á sjötta hundraðið og hafa verið fastur liður í sumardagskrá Hörpu frá opnun hússins.

Frímann er afsláttarklúbbur stéttarfélaganna. Þar getur félagsfólk fengið afslætti af vörum og þjónustu hjá um 100 íslenskum fyrirtækjum, gegn framvísun rafræns félagsskírteinis.

Óhætt er einnig að vekja athygli á spennandi vöru sem hægt er að kaupa með Ferðaávísun. Fjallafjör býður upp á vöru sem kallast „Fjölskyldufjör“. Þar er um að ræða dagskrá með einum viðburði í mánuði hverjum árið um kring. Að auki stendur til boða að taka þátt í helgarferð í vetrarfríi, dagana 27. – 29. október. Nánari upplýsingar um þær vörur sem standa til boða