Námskeið í framlínustjórnun

Tvö námskeið á sviði matvæla- og veitingagreina eru á dagskrá IÐUNNAR fræðsluseturs í vikunni. Um er að ræða námskeið í framlínustjórnun, sem annars vegar er kennt á ensku (16. feb.) en hins vegar á íslensku (17. feb.).

Námskeiðið er fyrir millistjórnendur og framlínustjórnendur í íslenskum fyrirtækjum.

Markmið námskeiðsins er að auka færni millistjórnenda í íslenskum fyrirtækjum. Fjallað er um verkefni millistjórnenda, ábyrgð stjórnenda, samskipti á vinnustað, um starfsmannamál, um leiðir til að takast á við erfið mál, að stýra hópi jafningja, verkefnastjórnun og um önnur hagnýt atriði sem nýtast í starfi stjórnefnda.

Athygli er vakin á því að námskeiðið er vefnámskeið. Það er 2,5 klukkustundir að lengd en kennari er Jóhanna Hildur Ágústsdóttir. Nánar má lesa um námskeiðið hér.

Hér má svo lesa um námskeiðið á ensku.