Námskeið fyrir trúnaðarmenn verður haldið 8.-9. febrúar 2024. Námskeiðið heyrir til fjórða hluta. Á námskeiðinu verður farið yfir lögbundna skyldu öryggistrúnaðarmanna; hlutverk þeirra og skyldur. Einnig verður farið yfir skyldur almennra starfsmanna í vinnuvernd, skyldur atvinnurekanda til að tilkynna slys og óhöpp og skyldu þeirra til að til að greiða fyrir læknis- og lyfjakostnað í slíkum tilfellum.
Farið verður í hvernig hagfræði er notuð t.d. við gerð kjarasamninga, hvernig við nýtum hana til að mæla kaupmátt og hvaða áhrif verðbólga hefur á kaupmátt launa og afkomu heimilanna, svo eitthvað sé nefnt.
Nemendur þurfa að skrá sig inn á innri vef Félagsmálaskólans. Stofna þarf aðgang í skráningunni með netfangi og lykilorði sem veitir aðgang að
námsvef/Learncove. Þar sækja nemendur þau námsgögn sem notuð eru fyrir hvern námsþátt.
Athugið að skráningu lýkur u.þ.b. viku fyrir fyrsta námskeiðsdag.