Myndir frá Gdansk

Síðasti keppnisdagurinn á Euroskills er í dag, 8. september. Úrslitin munu ráðast í 32 iðn- og verkgreinum. Á Facebook-síðunni Mín framtíð er fylgst náið með gagi mála. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af okkar fólki en fjórir íslenskir fulltrúar matvælagreina etja kappi á mótinu.

  • Bakaraiðn – Finnur Guðberg Ívarsson, Hótel- og matvælaskólinn
  • Framreiðsla – Finnur Gauti Vilhelmsson, Hótel- og matvælaskólinn
  • Kjötiðn – Bríet Berndsen Ingvadóttir, Hótel- og matvælaskólinn
  • Matreiðsla – Hinrik Örn Halldórsson, Hótel- og matvælaskólinn