Lífeyrismál: Annað námskeið vegna mikillar eftirspurnar

Fullbókað er á námskeið fagfélaganna um lífeyristöku sem fram fer þriðjudaginn 8. nóvember. Pláss var fyrir 60 manns á námskeiðið og færri komust að en vildu.

Ákveðið hefur verið að halda annað sams konar námskeið daginn eftir, miðvikudaginn 9. nóvember.

Samtals höfðu 90 manns skráð sig á námskeiðið þriðjudagsins og því ljóst að eftirspurnin er mikil. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að endurtaka námskeiðið á miðvikudag, á sama tíma á sama stað; klukkan 17:00 í fundarsalnum á Stórhöfða 31, á jarðhæð. Þeim sem ekki komust að á þriðjudag býðst því að skrá sig til leiks á miðvikudag.

Skráning fer fram hér.