Leita að leiðtoga matvæla- og veitingagreina

IÐAN fræðslusetur, sem MATVÍS á aðild að, leitar að framsæknum leiðtoga til að leiða fræðslu og þjónustu gagnvart matvæla- og veitingagreinum. Í þeim tilgangi þróar leiðtoginn faglega sérhæfingu IÐUNNAR í viðkomandi greinum og skapar sterk tengsl við fagmenn/faggreinarnar.

Leiðtogi matvæla- og veitingagreina er nýtt starf innan IÐUNNAR sem kallar á framsýni og frumkvæði gagnvart greinunum. Skilvirkt samstarf þarf við deildir IÐUNNAR um framkvæmd mála og við fagráð greinanna þar sem fræðslu- og þjónustuþarfir mótast.

Um þig:

  • Þú hefur brennandi áhuga á fræðslu matvæla- og veitingagreina. 
  • Tekur auðveldlega frumkvæði og átt gott með að leiða samstarf á farsælan hátt.
  • Hefur reynslu af samstarfi í atvinnulífinu.
  • Ert árangursdrifinn einstaklingur og með framúrskarandi samskiptafærni.
  • Þú hefur menntun sem nýtist í starfi, á sviði matvæla- og veitingagreina.
  • Býrð yfir þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.
  • Hefur stafræna styrkleika.
  • Ert framsækinn, skapandi og metnaðarfullur einstaklingur.

Ábyrgðarsvið:

  • Skipulagning á fræðslustarfi fyrir matvæla- og veitingagreina.
  • Þróa leiðir til fyrirtækjafræðslu fyrir matvæla- og veitingagreinar.
  • Samstarf við lykilfólk í greinunum og uppbygging tengslanets.
  • Fyrirtækjaheimsóknir og eftirfylgni verkefna.
  • Þátttaka í umsögnum um fagtengd mál.
  • Undirbúningur og eftirfylgni Fagráðsfunda.

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, æskilegt að viðkomandi hafi menntun í matvæla- og veitingagreinum auk framhaldsmenntunar.
  • Einstaklingur með þekkingu og reynslu af samstarfi í í atvinnulífinu. Innsýn og reynsla af fræðslustarfi er kostur.
  • Umtalsverð þekking og áhugi á iðnaðinum, mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti, skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð, framúrskarandi samskiptafærni, frumkvæði og árangursdrifni.
  • Menntun í kennslufræði og/eða reynsla af kennslu er kostur.
  • Félagslega sinnaður einstaklingur sem á auðvelt með að takast á við fjölbreytileg verkefni, vinna í hópi, túlka sameiginlegan ávinning ólíkra aðila og leiða samstarf á farsælan hátt.

Sótt er um hjá vinnvinn Leiðtogi Matvæla- og veitingagreina (recruitcrm.io).