Kjarasamningsbundin hækkun launa tekur gildi hjá iðnaðarmönnum um áramótin. Almenn hækkun mánaðarlauna fyrir fullt starf nemur 15.750 krónum að þessu sinni. Þetta þýðir að grunnlaun fyrir janúarmánuð skulu vera sem þeirri krónutölu nemur hærri en fyrir desembermánuð.
Þessu til viðbótar hækka kjaratengdir liðir, svo sem bónusar, um 2,5%. Séu laun greidd eftirá, eiga þessar hækkanir að sjást á launaseðli sem launafólki berst mánaðamótin janúar/febrúar.
Kjarasamningurinn sem iðnaðarmenn skrifuðu undir í fyrravor kveður á um umtalsverðar hækkanir lægstu launa. Taxtar hækka þannig meira en almenn laun. Grunnlaunataxti iðnaðarmanns með sveinspróf fer þannig úr 407.930 krónum í 443.670 krónur, samkvæmt kjarasmningi MATVÍS við Samtök atvinnulífsins.
Hér fyrir neðan má sjá almennar krónutöluhækkanir sem og taxtahækkanir einstakra hópa.
Ekki hika við að hafa samband við MATVÍS ef eitthvað er óljóst í tengslum við þessar hækkanir.