Launin hækka um 6,75%

Rétt er að minna á að laun, sem greidd eru út núna um áramótin, eiga að lágmarki að vera 6,75% hærri en áður. Hækkun launa vegna nýrra kjarasamninga, sem samþykktir voru fyrir jól, tók gildi 1. nóvember síðastliðinn.

Þeir sem hafa núna um áramótin fengið laun sín greidd fyrir desembermánuð ættu að sjá þessari hækkun stað á launaseðlinum. Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig sveinar hækka í launum.

Félagsmönnum sem hafa ekki fengið launahækkun er bent á að hafa samband við kjaradeild Fagfélaganna.