Núna stendur MATVÍS í samvinnu við Gallup fyrir kjarakönnun meðal félagsmanna sinna og gríðalega mikilvægt er að við leggum öll okkar lóð á vogarskálarnar til að könnunin verði marktæk. Það ber að hafa í huga að þessi könnun mun á engan hátt vera rekjanlega til einstakra félagsmanna og er hún hugsuð til að hægt sé að átta sig betur á launum félagsmanna eftir sviðum, vinnutíma, yfirvinnu o.s.frv. Ennfremur er verið að kanna aðstæður á vinnustöðum er varðar kynferðislega áreitni og einelti. Þessi hluti er til þess að stéttarfélagið geti áttað sig á umfangi þessa meins sem á ekki að líðast og hægt verði að bregðast við og vinna að hagsmunum félagsmanna um leið og móta aðgerðaáætlun.
Könnunin er aðgengileg inn á mínum síðum og þurfa félagsmenn að skrá sig inn á rafrænum skilríkjum til að taka þátt.