IÐAN fræðslusetur stendur á miðvikudaginn fyrir tveggja klukkustunda námskeiði þar sem þátttakendur eru þjálfaðir í að brýna hnífa með japanskri aðferð.
Á námskeiðinu er farið yfir mismunandi tegundir hnífa, egg, hörku og bit. Þátttakendur koma með eigin hnífa sem þeir brýna með steini og slípimassa, þannig að þeir bíti vel og standist raksturspróf.
Fram kemur að unnið sé með 15-20 cm langa hnífa og best sé að nota Santoku eða Chef’s-hnífa. Brýningarsteinn fylgir námskeiðinu, sem haldið er í samstarfi við Progastro.
Námskeiðið kostar að eins 5.000 krónur fyrir aðila IÐUNNAR. Óskar Kettler kennir.