Þriðjudaginn 20.september fór fram formlegur fundur milli MATVÍS og Samtaka atvinnulífsins (SA) til að marka upphaf nýrrar samningalotu vegna kjarasamninga. Kjarasamningar verða lausir 1. nóvember næstkomandi.
Stéttarfélög iðnaðarmanna eru í samfloti við gerð kjarasamninga. Megináherslur í kjarasamningaviðræðum sem nú standa fyrir dyrum eru:
- Viðhalda og auka kaupmátt launa
- Vinnutími
- Yfirvinna verði greidd skv. einni prósentutölu
- Samningar gildi frá lokum þess síðasta
Hér fyrir neðan má lesa kröfugerðina í heild sinni.
Kröfugerð MATVÍS í almennum kjarasamningum nóvember 2022, aðrar en launaliðurinn
Gildistími kjarasamnings
- Nýr kjarasamningur gildi frá lokum þess sem rennur út þann 1. nóvember 2022
Launatafla, yfirvinnuákvæði og útköll
- Launatafla MATVÍS verði leiðrétt og uppfærð
- Starfsaldurshækkanir komi inn eftir ákveðinn starfsaldur
- Yfirvinnuálag verði greidd sem 1,15% fyrir alla yfirvinnu (84% álag á dagvinnukaup
- viðkomandi)
Vinnutími og orlof
- Vinnuvikan verði 32 virkar vinnustundir
- Yfirfara þarf ákvæði um vinnutíma til einföldunar til hagsbóta fyrir launafólk
- Lágmarksorlof verði 30 dagar á ári
- Aðfangadagur sem og gamlársdagur verði frídagar launamanna.
- Rauðir dagar sem lenda á helgi færist yfir á næsta virka dag
- Breyta yfirvinnu í frí, skýra ákvæði m.t.t. yfirvinnuálags
- Skýra þarf ákvæði er snúa að rauðri veðurviðvörun og greiðslu launa í slíkum tilvikum –
- starfsfólk haldi fullum launum
Vaktavinna
- Vaktavinnukafli verði uppfærður
- Vinnutímastytting verði tryggð fyrir fólk í vaktavinnu
- Virkar vinnustundir verði 80% af vinnutíma dagvinnu
Veikindaréttur og ýmis ákvæði
- Veikindi barna miðist við 18 ára aldur
- Yfirfara ákvæði um fjarvinnu, heimavinnu þar sem farið verði yfir greiðslur sem og aðbúnað
- og hollustuhætti
- Ónæði vegna síma
- Skilgreina upphæð greiðslna
- Tryggja þarf að greitt sé endurmenntunargjald af nemum
- Fyrsta mánuð í starfi sé skilgreindur uppsagnafrestur
Yfirfara þarf heildartexta kjarasamnings og gefa út uppfært skjal.
MATVÍS áskilur sér rétt til þess að breyta og eða bæta við kröfum eftir því hvernig samningaviðræður þróast.
Fyrir hönd MATVÍS, Óskar Hafnfjörð Gunnarsson.