Könnun um orlofshús send félagsmönnum

Viðhorfskönnun MATVÍS vegna orlofseigna félagsins var send félagsmönnum með SMS-skilaboðum ´í gær. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt.

MATVÍS á og leigir út tvö orlofshús í Svignaskarði og tvö í Grímsnesi. Félagið á tvær orlofsíbúðir á Akureyri og eina í Reykjavík. Auk þess leigir félagið út orlofsíbúðir á Spáni og í Flórída í Bandaríkjunum.

Könnunin er send félagsmönnum til að leita álits á þessum orlofskostum en einnig til að kanna hug félagsmanna til ýmissa atriða sem varða orlofshús félagsins.

Fimm vinningshafar verða dregnir úr hópi þátttakenda. Þeir vinna helgardvöl í orlofoseign félagsins innanlands, utan sumartímabils og páska. Tilkynnt verður um vinningshafa hér á síðunni.´