Kjarakönnun send út

Kjarakönnun MATVÍS hefur verið send félagsfólki. Mikilvægur liður í undirbúningi
kjaraviðræðna er að MATVÍS fái upplýsingar um laun félagsfólks. Könnunin er framkvæmd af Vörðu – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins.

Þátttakendur geta verið þess fullvissir að meðferð persónuupplýsinga er í
samræmi við lög um persónuvernd og persónuverndarstefnu Vörðu.

Örfáar mínútur tekur að svara könnuninni. Nöfn fimm þátttakenda verða dregin út þegar könnun verður yfirstaðin. Þeir munu vinna helgarleigu í orlofshúsum félagsins, utan sumar- og páskatímabila, að eigin vali.

Könnunin hefur verið send félagsfólki í tölvupósti. Vinsamlegast uppfærið netfang á mínum síðum eða hafið samband við félagið, ef könnunin hefur ekki borist.

Athugið að hægt er að taka könnunina á íslensku, ensku eða pólsku, eftir því sem við á.