Úrslit liggja fyrir í Norrænu nemakeppninni, en hún var haldin í Hótel-, og matvælaskólanum um helgina. Þar öttu kappi nemar í matreiðslu og framreiðslu frá Íslandi, Finnland, Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Úrslit voru sem hér segir
Í matreiðslu:
1. sæti – Noregur
2. sæti – Ísland
3. sæti – Finnland
Í framreiðslu:
1. sæti – Danmörk
2. sæti – Finnland
3. sæti – Noregur
Klara Lind Óskarsdóttir nemi á Hótel Húsafelli og Guðmundur Halldór Bender nemi á Héðni kepptu í matreiðslu. Þau eru á meðfylgjandi mynd. Hægra megin við þau á myndinni er þjálfari þeirra Klöru og Guðmundar, Ísak Darri Þorsteinsson.
Í framreiðslu kepptu þau Petra Sif Lárusdóttir nemi á Rub23 og Tumi Dagur Haraldsson nemi á VOX. Þjálfari framreiðslunemanna var Elías Már Hallgrímsson.