Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema

Íslandsmót matreiðslu- og framleiðslunema fer fram þriðjudaginn 1. nóvember nk. klukkan 14. Tveir stigahæstu einstaklingarnir úr Íslandsmótinu í hvorri grein munu taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem verður haldin í Osló í apríl 2023. Þetta kemur fram á vef IÐUNNAR fræðsluseturs.

Keppnisréttur er bundinn við aldur. Keppendur mega ekki vera eldri en 23 ára þann 1. maí 2023 og skilyrt er að nemar séu á námssamningi í maí 2023.

Keppnin í matreiðslu skiptist í:

  • þekking á hráefni og skriflegt próf úr þeim hluta
  • verklegum hluta þar sem þátttakendur matreiða forrétt og eftirrétt 

Keppnin í framreiðslu skiptist í: 

  • skriflegt próf
  • blöndun tveggja drykkja
  • kvöldverðaruppdekkning ásamt blómum –  fjórir réttir fyrir tvo gesti
  • eldsteiking
  • fjögur sérvettubrot

Ekki er ætlast til að að keppendur hafi aðgang að hjálpargögnum við úrlausn verkefnisins.

Á vef IÐUNNAR má skrá sig til þátttöku.