Frumvarp um aðgengi iðnmenntaðra að háskólum var samþykkt á Alþingi í dag. Frá þessu greinir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á Facebook nú síðdegis. Hún segir að þar smeð sé mikilvægri hindrun rutt úr vegi í skólakerfinu og fólk með fjölbreyttari bakgrunn fái aðgang að háskólum.
„Löngu tímabær breyting, sem jafnar stöðu verk- og bóknáms,“ segir Lilja. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Um er að ræða smávægilega en þýðingarmikla breytingu á lögum sem varða inntökuskilyrði háskóla.