Óhætt er að vekja athygli á spennandi námskeiði sem IÐAN fræðslusetur stendur fyrir um helgina. Þar eru um að ræða, eins og fyrirsögnin gefur til kynna, námskeið um sem nefnist Hátíðarpaté og grafið kjöt.
Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði við bæði patégerð og að grafa kjöt. Farið er yfir helstu þætti sem snúa að framleiðslunni, t.d. val og snyrting hráefna, val á kryddum og vinnsluaðferða. Innifalið í námskeiðinu er það hráefni sem snýr að hverjum þætti námskeiðsins.
Nnámskeið hentar öllum þeim sem vilja öðlast aukna innsýn í mismunandi vinnsluþætti kjötvara; jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Strax eftir áramót er svo námskeið á dagskrá sem ber yfirskriftina Veganréttir – metnaður í matargerð. Sjá nánar hér.