Hallur og Lárus hlutskarpastir á Jaðarsvelli

Golfmót iðnfélaganna fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri 16. september síðastliðinn. Frábær þátttaka var á mótinu og allar aðstæður til golfiðkunar eins og best verður á kosið.

Leikið var með tveggja manna Texas-scramble fyrirkomulagi; höggleikur með forgjöf. Leiknar voru 18 holur. Þátttakendur voru 92 talsins.

Verðlaun voru veitt fyrir fimm efstu sætin á mótinu. Auk þess voru veitt nándar- og lengdarverðlaun.

Úrslit mótsins urðu sem hér segir:

1.     Hallur Guðmundsson og Lárus Ingi Antonsson – 13

2.     Þórhallur Pálsson og Rúnar Tavsen – 12

3.     Helgi Róbert Þórisson og Jóhann Kristinsson – 11

4.     Björgvin Birgisson og Víðir Steinar Tómasson – 10

5.     Ísak Kristinn Harðarson og Elvar Örn Hermannsson – 9

Helgi Róbert, Júlíus Björgvinsson, Valdimar Valsson, Heiðrún Harpa og Konráð Vestmann fengu nándarverðlaun. Verðlaun fyrir lengstu „drive“ á 15. holu fengu Skúli Gunnar Ágústsson af gulum, Rúnar Tavsen af rauðum karla og Hrefna Magg lengsta drive kvenna. Verðlaun fyrir að verða næstur miðlínu á 16. braut hlaut Snæbjörn Stefánsson og á 18. braut Guðlaug María.

Að keppni og verðlaunaafhendingu lokinni snæddu þátttakendur málsverð í golfskálanum á Jaðarsvelli. Hópurinn færir staðarhöldurum bestu þakkir fyrir góðar móttökur og frábærar veitingar.

Iðnfélögin þakka kylfingum úr röðum iðnaðarmanna fyrir ánægjulegan dag á Akureyri og óska sigurvegurum og öðrum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Jaðarsvelli.