Fyrstu námskeið haustannar hjá IÐUNNI fræðslusetri, í matvæla- og veitingagreinum, hefjast innan tíðar. Gott er að tryggja sér pláss í tíma. Athygli er vakin á því að fjarkennsla er í boði á mörgum námskeiðum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fyrstu námskeiðin.
Sveppir og sveppatínsla
27. ágúst
Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja fræðast um sveppi sem finna má á Íslandi og henta í matargerð og hvaða sveppir henta ekki. Námskeiðið skiptist í tvennt, fyrri hlutinn er á formi fyrirlestra og sýnikennslu en í seinni hlutanum er farið út í skóglendi í verklega kennslu.
Vín 1
7. september
The course will cover basic stages of grape growing and wine making, the main types of wine styles, principal grapes, and information on the best way to store and serve wine.
Eldað frá grunni með Thermomix
13. september
Á námskeiðinu er lögð áhersla að elda góðan og næringaríkan mat frá grunni með einföldum hætti, án allra aukaefna. Fjallað er um hráefni, nýtingu þess, á fjölbreyttar vinnsluaðferðir og fl. Með Thermomix er hægt að elda og baka nánast allt sem hugurinn girnist á einfaldan og skemmtilegan hátt. Sýnikennsla og smakk.
Ferskasti salatbarinn, bragðgóð fjölbreytni
14. september
Námskeiðið um ferskasta salatbarinn er einkum ætlaður þeim sem annast salatbari á veitingahúsum og í mötuneytum. Í stórum mötuneytum og á veitingastöðum er nauðsynlegt að bjóða uppá bragðgóða og fjölbreytilega salatbari.
Nánari upplýsingar og skráning hér.