Fylgjast með hitastigi matvæla

Eftirlitsmenn Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga munu á árinu sérstaklega beina sjónum sínum að því hvernig gengur að tryggja rétt hitastig kæli- og frystivöru við flutning.

Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Verkefnið er að sögn tvíþætt og flest annars vegar í því að lagðar verða spurningar fyrir þá sem senda frá sér og taka á móti mæatvælum. Hins vegar verða hitasíritar sendir með völdum vörum frá framleiðanda til kaupanda, svo hægt sé að sannreyna hvernig gegnur að tryggja orofna kælikeðju við flutning.