Fundað með fulltrúum atvinnurekenda

Viðræðunefnd Húss fagfélaganna, fyrir hönd RSÍ  og aðildarfélaga, VM og MATVÍS, átti í dag fund með samningafólki Samtaka atvinnulífsins. Fundurinn var liður í undirbúningi fyrir kjaraviðræður aðila og byggir á samkomulagi um verkáætlun sem samkomulag náðist um í síðustu kjaraviðræðum.

Verkáætlunin snýr að þeim kjaraliðum sem ekki var samið um í síðustu kjarasamningum. Þar má nefna vinnutíma, veikindarétt, fræðslumál og fleiri mikilvæg málefni.

Fundað verður með reglubundnum hætti í allt haust eða þar til eiginlegar kjaraviðræður hefjast.