Fulltrúar MATVÍS á þingi ASÍ

MATVÍS á fjóra fulltrúa á þingi Al´þýðusambands Íslands, sem nú stendur yfir. Hvert aðildarfélag á rétt á að senda a.m.k. einn fulltrúa á þing sambandsins.

Þingið hófst í gær, mánudag og því lýkur á morgun, miðvikudag. Samtals eiga þrjú hundruð fulltrúar 50 séttarfélaga fulltrúa á þinginu, þar sem stefna sambandsins er meðal annars mörkuð.

Ljóst er að ný forysta ASÍ verður kjörin á þinginu en styr hefur staðið um sambandið að undanförnu. Búist er við spennandi kjöri en kosningarnar hefjast klukkan 13 á morgun, miðvikudag.

Meðfylgjandi mynd var tekin við upphaf þingsins á mánudagsmorgun. Í pontu er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ráðherra félagsmála og vinnumarkaðar.