Frábær þátttaka í könnun um orlofshús

Framúrskarandi þátttaka var í könnun MATVÍS um orlofshús, sem send var félagsmönnum í liðinni viku. Könnuninni er lokið.

Stjórn félagsins og orlofsnefnd mun nú vinna úr niðurstöðum með það að markmiði að bæta þjónustuna þegar kemur að orlofshúsum og -íbúðum. Þessi góða þátttaka eykur mjög á áreiðanleika niðurstaðna könnunarinnar.

Tölvupóstar hafa verið sendir á þá fimm félagsmenn sem dregnir voru úr hópi þa´tttakenda og unnu dvöl í orlofshúsum félagsins. MATVÍS færir félagsmönnum bestu þakkir fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum til hamingju.