Finnbjörn nýr forseti ASÍ

Finnbjörn A. Hermannsson er nýr forseti Alþýðusambands Íslands. Hann var sjálfkjörinn á þingi sambandsins í dag.

Ólöf Helga Adólfsdóttir, fyrrverandi ritari Eflingar, dró framboð sitt til baka fyrir hádegi í dag.

Finnbjörn lét af störfum sem formaður Byggiðnar síðastliðin mánaðamót. Hann tekur við embættinu af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, sem tók við af Drífu Snædal þegar hún sagði af sér í haust. Kristján Þórður gaf ekki kost á sér áfram. Hann hefur hins vegar gefið kost á sér í embætti þriðja varaforseta sambandsins.

Þingi ASÍ lýkur í dag.