Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna

Meistarafélag kjötiðnaðarmanna heldur nú í sextánda sinn fagkeppni kjötiðnaðarmanna. Keppnin fer fram vorið 2024.

Hverjum keppanda er heimilt að senda allt að 10 vörur til keppninnar,  þó með þeim takmörkunum að vörurnar mega ekki vera eins í gerð, útliti eða nafni.

Til að geta unnið titilinn „Kjötmeistari Íslands 2024” þarf meginuppistaðan í að minnsta kosti 3 vörum að vera úr mismunandi kjötflokkum. Tilgreina þarf hver sé meginkjöttegund í vörunni.

Þær 5 vörur sem flest stig hafa frá hverjum keppanda telja í lokin til titils kjötmeistara Íslands.

Þáttökugjaldið verður eins og í síðustu keppni  9000 kr fyrir hvern keppnanda og gjald fyrir hverja vöru er 4500 kr.  Vonumst við til að sem flestir sjái sér fært um að vera með og þar með gera kjötiðnina sýnilegri. 

Vörur sem vinna til verðlauna munu verða til sýnis á keppnisstað.  Þar verða þær merktar keppanda, fyrirtæki og tegund verðlauna.

Keppnishluti búgreinafélaga verður líklega með svipuðu sniði og áður þ.e. lambaorðan, besta varan unnin úr svínakjöti, nautakjöti, hrossakjöti og alifuglakjöti.

Einnig eru séstök verðlaun veitt fyrir bestu hráverkuðu vöruna.  Veitt verða verðlaun fyrir besta reykta/grafna  laxinn/silunginn og athyglisverðustu nýjungina.

Keppnisreglur auk nánari upplýsinga um fyrirkomulag verður sent út síðar.

Nánari upplýsingar veita:            

Jón Þorsteinsson, formaður660 0435jonth@ss.is
Ingólfur Baldvinsson896 8648ingibald@simnet.is
Sigurfinnur Garðarsson897 5947sigurfinnurgardarsson@gmail.com
Hafþór Hallbergsson772 7237hafthor.hallbergsson@bewi.com
Friðrik Þór Erlingsson893 1040fridrikerlings@gmail.com