Fagfélögin styrkja SÁÁ

Iðnfélögin í 2F, Húsi fagfélaganna, ákváðu nú í desember að styrkja SÁÁ, Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Hefð hefur skapast fyrir því að styrkja gott málefni á þessum tíma árs.

Styrkurinn hljóðar upp á eina milljón krónur. Það var Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, sem tók á móti styrknum fyrir hönd samtakanna. 

Stórhöfða styrktu SÁÁ um eina milljón króna nú fyrir jólin. Styrkurinn var í gær. Einar Hermannsson form. SÁÁ tók á móti styrknum. Myndin var tekin við það tækifæri en á henni eru auk Einars formenn fagfélaganna.

SÁÁ er að hluta rekið fyrir ríkisfé en reiðir sig einnig á frjáls fjárframlög. Árið 2019 lögðust 1.624 einstaklingar inn á Vog. Frá 1977 hafa ríflega 26.300 þúsund einstaklingar lagst inn vegna áfengis- eða vímuefnavanda hjá SÁÁ. Innlagnir á þessum tíma eru ríflega 82 þúsund.