Desemberuppbót 2021

Athygli er vakin á því að desemberuppbót árið 2021, miðað við fullt starf, er kr. 96.000. Í fullu ársstarfi felst í þessu sambandi 45 unnar vikur að lágmarki, fyrir utan orlof.

Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember hvert ár, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember.

Nánari upplýsingar um desemberuppbót má finna hér.