Dagbókin er komin

Félagsfólki er bent á að dagbók Húss fagfélaganna fyrir árið 2024 er komin í hús og tilbúin til afhendingar. Hægt er að nálgast dagbókina á skrifstofum félagsins á Stórhöfða.

Þeir sem vilja fá hana heimsenda geta haft samband við félagið í síma 5 400 100. Einnig er hægt að senda tölvupóst á matvis@matvis.is.