Kæru félagsmen MATVÍS
Nú er að koma að aðalfundi félagsins sem verður 14. mars á Stórhöfða 31. Þar kjósum við forustu félagsins til næstu ára.
Ég var kosinn formaður Félags matreiðslumanna 1989 og svo formaður MATVÍS frá stofnun 1996. Þannig að það er komið að því að víkja og láta aðra um að standa vaktina eftir 29 ára formensku.
Ég hef tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á mér sem formaður MATVÍS á næst aðalfundi félagsins. Ég þakka fyrir þann mikla stuðning og það traust sem ég hef haft til þess að gegna þessu starfi. Þetta hafa verið krefjandi 29 ár og með ólíkindum hvað verkefnin hafa alltaf verið gefandi og flest hver skemmtileg. Fjölbreytileiki verkefna hefur komið mér á óvart og að það skuli alltaf koma upp nýjar áskoranir til að vinna úr. Stafið hefur að miklu leiti falist í að verja það sem forverar okkar náðu að semja um og standa vörð um að menntun greinanna verði ekki eyðilögð. Það hafa verið mikil átök og oft á tíðum hafa þau verið persónugerð þrátt fyrir samhljóma bakland. Að sjálfsögðu skiptis á skin og skúrir.
Eftir að við stofnuðum MATVÍS hefur okkur gengið nokkuð vel að bæta kjör okkar félagsmanna og stöndum núna á svipuðum stað og önnur iðnaðarmanna félög.
Ég hef verið að undirbúa mig undir starflok undanfarin ár með því að minka starfhlutfallið hjá mér í 80%.
Ég hafði ætlað mér að gefa kost á mér í tvö ár í viðbót en við nánari skoðun fannst mér það full langur tími. Svo ég taldi rétt að hætta núna sem formaður og klára ýmis verkefni sem eru í gangi hjá mér fyrir félagið og ljúka störfum um næstu áramót.
Kosningar til trúnaðarstarfa fyrir félagið fara fram á aðalfundi félagsins núna 14. mars.
Þegar ég læt af störfum fyrir félagið þá mun ég alfarið helga mér minni Paradís í Hörðudal Vestur í Dölum. Þar fellur alltaf eitthvað til svo ekki þarf ég að kvíða iðjuleysi.
Níels Sigurður Olgeirsson