Bannað að nota plast með bambus undir mat

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur staðfest að plast sem inniheldur fylliefni af jurtauppruna, s.s. bambus, sé óleyfilegt til notkunar sem matarílát eða mataráhöld. Það er því bannað að flytja inn eða framleiða slíkar vörur séu þær ætlaðar til snertingar við matvæli og  fyrirtæki sem selja þær verða að taka þær úr sölu. Afurðir úr hreinum bambus eru leyfilegar.

Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Þar segir að á síðastliðnum árum hafi verið á markaði diskar, skálar, bollar, hnífapör og önnur mataráhöld sem markaðssett séu sem valkostur við plast. Þar á meðal diskar og bollar úr bambus. Vandinn sé sá að margir þessara hluta séu gerðir úr efni sem kallist melamín. „Melamín er plast og hlutir úr melamíni eru því plasthlutir. Þessi efni innihalda þá bambus eða önnur fínmöluð náttúruleg efni sem fylliefni.“

Fram kemur að þessir valkostir séu stundum markaðssettir sem náttúrulegir, lífrænir eða umhverfisvænir. Það sé til þess fallið að villa um fyrir neytendum.

Á síðastliðnum árum hafa verið á markaði  mataráhöld s.s. diskar, skálar, bollar og hnífapör sem markaðssett eru sem valkostur við plast. Dæmi um þetta eru bollar og diskar úr bambus. Margir  þessara hluta eru hins vegar gerðir úr efni sem kallast melamín. „Við framleiðslu á plasti er einungis leyfilegt að nota efni sem eru á lista yfir leyfileg efni í reglugerð Evrópusambandsins um plast. ESB hefur úrskurðað að bambus sé ekki leyfilegt fylliefni í plast.“

Sjá nánar hér.