Andrea Ylfa Guðrúnardóttir mun keppa í framreiðslu fyrir Íslands hönd í keppninni Nordic Waiter & Nordic Chef. Keppnin er haldin ár hvert og fer að þessu sinni fram í Hell í Noregi. Keppnisdagarnir eru frá 1.-3. júní.
Í þessari keppni er Andrea að framreiða réttina hjá Rúnari Pierre.Samhliða því eru mörg verkefni sem hún þarf að leysa með mestu fagmennsku
Til dæmis
- Kokteilgerð – Blandar 6 klassíska kokteila
- Vínpörun og vín vörn – Parar saman vín við réttina hjá Rúnari og ver valið upp á sviði.
- Sabering – Opna kampavín með sveðju og serverar
- Uppdekning á borði –
- Uppröðun fyrir 3ja rétta kvöldverð með viðeigandi hnífapörum og glösum ásamt skreytingu og servíettubrotum.
- Blindsmakk – keppandi á að greina vínið og svara spurningum til stiga.
- Mistery service – Yfirdómari ákveður verkefni sem keppendur fá upplýsingar um samdægurs,þar getur komið ótal mörg mismunandi verkefni til dæmis: flambering, fyrirskurður, forréttagerð, framreiða cesar salat og margt fleira.
Andrea hefur að sögn nýtt nótt við dag í undirbúningi fyrir keppina og er faginu til sóma. Hún ræddi undirbúninginn og keppnina sem fram undan er nýlega í viðtali á K100.