Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um styrki til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma vegna Covid 19 var samþykkt á Alþingi á þriðjudag. Rekstraraðilar geta fengið allt að 12,5 til 15 milljónir í styrki fyrir fimm mánaða tímabil.
Rekstraraðilar veitingastaða sem hafa orðið fyrir minnst 20% tekjufalli í almanaksmánuði frá nóvember 2021 til mars 2022, vegna takmarkana á opnunartíma, geta fengið styrk til að mæta rekstrarkostnaði á tímabilinu. En styrkurinn getur numið allt að 90%0% af rekstrarkostnaði þess almanaksmánaðar sem umsókn varðar.
Þetta kemur á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að fyrirtæki í greinini hafi alls fengið um 11 milljarða króna frá ríkinu í beinar styrkveitingar vegna faraldursins.