Aftur þrengt að veitingamönnum

Samkomutakmarkanir taka gildi að nýju á miðnætti í kvöld, laugardag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar tilkynntu um nýjar samkomutakmarkanir að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í gær, föstudag.

Í tilllögunum felst meðal annars að opnunartími veitinga- og skemmistaða verður skertur. Slíkir staðir mega hafa opið til klukkan 23 en allir þurfa að vera komnir út á miðnætti. Þá er hámarksfjöldi gesta 100 manns í rými.

Vínveitingar skulu bornar fram til sitjandi gesta auk þess sem skrá skal alla gesti.

Almenn fjarlægðarregla verður einn metri en grímuskylda skal gilda þar sem því verður ekki komið við. Nánar hér.