Tíu mega koma ´saman í stað tuttugu og viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heilmilir. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar takmarkanir vegna kórónaveirunnar í dag, föstudag. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka til 2. febrúar.
Áfram gildir 20 manns að hámarki í rými á veitingastöðum opnunartími veitingastaða er óbreyttur.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í dag að verið væri að skoða aðgerðir fyrir veitinga- og menningargeirana. Þar væri horft til aðgerða á borð við viðspyrnustyrkja. Þar væri verið um að tala um töluverða fjármuni.